Bonjour!
Þau ykkar, sem lásu seinasta bloggið mitt vita eflaust að ég fór til annarar fjölskyldu, til að vera hjá yfir jólahátíðarnar. Það heppnaðist allt bara mjög vel hjá þeim. Svo vel að þau buðu mér að vera hjá sér það sem eftir væri! Ég var og er alveg himinlifandi!
Mér líður vel hjá þeim og þau tala frönsku á heimilinu sem er gott. Auðvitað er enginn fullkominn en þetta er að ganga vel hjá okkur. Er reyndar ennþá að reyna að pína mig í það að hlusta þau bíta í gaffalinn þegar þau borða; það er eitt af því sem ég hata! En annars eru þau indæl. Spyrja reyndar stundum skrítna spurninga eins og hvort það sé blokkir á íslandi, afhverju íslendingar séu ekki góðir að skauta. En þetta er fær mig bara til að hlægja.
Jólin voru hálf skrítin. Reyndi bara að hugsa að þetta væri matarboð. Það virkaði svo sem alveg. Þó að maturinn hafi verið í fínni kantinum þá var þetta ekki jólamatur eins og ég borða venjulega. Pakkarnir voru líka ekki margir, foreldrarnir fengu bæði tvo pakka og annar þeirra var frá mér! Skrítið að sjá þetta þegar að það er alltaf gefið trilljón pakka heima.
Á Aðfangadag talaði ég svo þrisvar sinnum við fjölskylduna mína. Fyrra skiptið var um tvö leytið og ég fékk þá að opna einn af pökkunum þeirra. Á kortinu stóð svo að þau myndu segja mér eina aðra gjöf á skype. Þau ætluðu samt ekki að segja mér það fyrr en klukkan sex á íslenskum tíma vegna þess að nenntu ekki að leita að gjöfinni undir jólatrénu...
Þegar klukkan sló svo sex var ég aftur komin á skype og ég fékk að vita hver gjöfin væri... Hún var sú að þau myndu koma að heimsækja mig eftir nákvæmlega 100 daga ! Ég var svo ánægð ! Og er það enn! Án efa besta jólagjöf í langan tíma !
![]() |
jólamyndin af fjölskyldunni í ár |
Ég fékk síðan fuullt af nammi frá sætustu mínum og jú stafrænanmyndaramma stút fullann af yndislegum minningum.
Talandi um góðar jólagjafir: þá fékk ég alveg æðislega bók sem heitir "Hungurleikarnir". Ég gat ekki sleppt henni. Og svo loksins þegar ég kláraði hana var klukkan þrjú um nótt og adrenalínið í algjöru hámarki. Fór þá að tala við Dagbjörtu á facebook til að reyna að róa mig, en það hafði bara akkúrat öfug áhrif. Ég pantaði mér strax næstu tvær bækur á ensku á amazon, en það voru tíu dagar í þær. Gat ekki beðið!
Áramótin voru líka mjög fín. Mér var boðið til vinkonu minnar Brooke um hálf sjö og þá fór host-fjölskyldan mín til ættingja í Dijon. Okkur var boðið á lítið ball og fórum við þangað, án þess reyndar að borða. Áramótamatur er ekki mikil vægur hjá host-fjölskyldu Brooke. Svo að við hámuðum bara í okkur snakki sem var í boði í veislunni. Þetta var bara ansi skemmtilegt og alveg yndislegt að fá að vera með Brooke! Þegar við komum heim til hennar, þá gátum við ekkert sofið þar sem yngri host-systir hennar var með partý og þau hættu ekki að tala alla nóttina!
![]() |
ég og Brooke, gamlárskvöld |
Ég komst reyndar að því að þau eru að fara að taka annan skiptinema að sér í lok janúar. Fannst það smá *slap in the face*. Strax búin að skipta mér út. En er það ekki það sem ég gerði þeim líka?
Ég snéri svo til minnar nýju host-fjölskyldu seinasta fimmtudagskvöld. Þau eiga heima uppí sveit og það eru níu kílómetrar frá bænum þar sem skólinn minn er. Hann skólinn minn er svo alveg í hinum enda bæjarins. = ég þarf að vakna sex alla daga (nema miðvikudaga). Kem svo heim kl. sjö, (nema miðvikudögum og föstudögum, þegar ég kem heim klukkan níu). Þetta er erfitt, en ætli ég venjist því ekki bara :)
6.janúar fékk ég svo langþráðu hunger games bækurnar mínar. Kláraði bók númer tvö á einum degi. Þriðju og seinustu bókina var ég svo að klára í dag. Þetta er nýja æðið mitt ! Elska þetta! Fyrsta myndin kemur síðan út eftir rúmlega sjötíu daga ! Vinkonurnar mínar í skólanum eru líka með æði fyrir þessum bókum, og ég er búin að smita Maddie af þessu æði líka. Ég er kannski að fara í aðeins og miklar öfgar í þessu öllu saman en adrenalínið sem maður fær við að lesa þessar bækur er geðveikt. Lagið er síðan líka mjög gott og auðvitað er ég alltaf að hlusta á það, þar sem það minnir mig á atburðina í bókunum. lagið og myndin :)
Á sunnudaginn fórum við svo til Strasbourg að keppa leik. Lögðum af stað kl. áttu um morguninn og komum heim rúmlega níu að kvöldi til. Gaman að segja frá því að við unnum leikinn 7-0 og erum því komnar áfram í Cup de France :)
![]() |
ég og elsku besta Maddie mín |
Núna er ég bara að reyna að njóta þess að vera hérna. Njóta þess að vera til. Ég hugsa hlýtt til ykkar, ekki veitir ykkur af smá hlýju miðað við það hvernig veðurspánar segja að veðrið sé hjá ykkur.
Gros Bisous:*
ps. bara svo ég gleymi því ekki: Gleðilegt nýtt ár! Hlakka til að sjá ykkur þegar þetta ár verður hálfnað.
"Hvort að ár verði nýtt, er ekki undir dagatalinu komið, og ekki undir klukkunni.
Hvort að ár verði nýtt, er undir okkur komið.
Hvort við gerum það nýtt, hvort við byrjum að hugsa upp á nýtt, hvort við byrjum að tala upp á nýtt og hvort við byrjum að lifa upp á nýtt."
Áramótaheitið mitt í ár, er að vera besta útgáfan af sjálfri mér.