Daisypath Vacation tickers

10.8.11

22 dagar í brottför

Ég hef ákveðið að blogga um skiptinemaferðina mína, til að leyfa ykkur á Íslandi aðeins að fylgjast með mér :) Í rauninni skil ég þó ekki afhverju ég er að þessu, þar sem ég hef því miður ekki þann hæfileika að raða orðum í rétta og fallega röð og segja það sem ég er að hugsa á góðu ritmáli. En ætli ég láti mig ekki hafa það :)

Miðvikudaginn fyrir verslunarmannarhelgina sagði mamma mér að það væri fjölskylda sem hefði áhuga á að vera fósturfjölskyldan mín. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa tifinningunni sem fór um mig þá, en ég fór strax í næstu tölvu og skoðaði umsóknina þeirra. Mér leist strax vel á þau. Þetta er 7 manna fjölskylda: Pabbi, mamma, 4 stelpur og 1 strákur. Elstu 4 börnin eru hinsvegar í háskóla og búa því ekki heima, og bý ég því einungis með 1 stelpu sem er 96 módel, foreldrunum og kisu (sem er reyndar útikisa og verð ég því að venjast því að hafa hana ekki alltaf við hlið mér). Ég og stelpan erum báðar með herbergi uppi. Þau búa í úthverfi í þorpi sem heitir Crissey. Þessi fjölskylda var talin óvenjuleg vegna einnar ástæðu sem er sú að þau eru múslimar (óvenjulegt því ég er kristin) og mamman kann ekki góða frönsku og talar arabísku við pabban og krakkana. 

Ástæðan fyrir því að ég samþykkti þessa fjölskylda var sú að ég fæ í rauninni að kynnast tveimur menningarheimum í einni ferð (smá væmið haha :D) en já.. :)

Það eru núna einungis 22 dagar í brottför og tilfinningarnar sem ég er að finna eru óendanlega skrítnar. Ég er verulega spennt að hitta fjölskylduna, en um leið hef ég ekki hugmynd um hvernig ég á að kveðja ykkur öll hérna á Íslandi á þessum stutta tíma. 



No comments:

Post a Comment