Undanfarnir dagar hafa verið sjúklega erfiðir. Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður. En það sem ég get sagt er að:
Mig langar að getað verið með ykkur öllum, gert alla hlutina sem þið eruð að gera á íslandi, með ykkur. Mig langar að getað knúsað ykkur þegar mér sýnist. Mig langar að getað talað við einhvern "face-to-face" án þess að þurfa að endurtaka það sem ég var að segja, því það er svo erfitt að skilja mig hérna(bæði vegna þess að enskan er slæm hérna og ég kann ennþá ekki frönsku). Mig langar að getað labbað í 5 mínútur til þess að komast á fótboltaæfingu. Mig langar að sofa í þægilega rúminu mínu (ekki þurfa að passa mig hvernig ég sest í það, svo að rimlarnir undir því brotni ekki; og þurfa að sofa með bognar fætur vegna þess að ég er of stór í rúmið). Mig langar að drekka gott vatn. Mig langar, mig langar, mig langar... Ég gæti haldið endalaust áfram...
Málið er samt einfaldlega þannig að ég er hérna og verð hérna næstu 268 daga. Mig langar heim en ég vil ekki vera stelpan sem gat ekki höndlað það að vera að heiman sem skiptinemi í 10 mánuði.
Facebook er að gera mér erfitt þessa dagana og þess vegna ákvað ég að hætta að nota íslenska facebookið mitt og byrja að nota eitt sem er alveg franskt með öllum frönsku vinunum. Þess vegna ákvað ég að stofna þessa nýju blogg síðu þar sem ég get bloggað og sett inn myndir og þar með getið þið fylgst með mér.
Húsin hérna eru ekki kynduð á haustin sem gerir það að verkum að það er kaldara inni en úti. Undanfarnar vikur er ég því búin að líta svona út:



Rautt nef og bláar varir.. nammi namm
ég er búin að vera hérna í viku, ef að það væri ein vika í hverjum degi í vikunni. Mér fannst þá vera komin tími á að ég segði ykkur mína eðlilegu rútínu:
Mánudagar:
Vakna 6.30 er í skólanum til 16.51 þá fer ég heim og hleyp litla 5 kílómetra. "Læra"*, borða, sturta og sofa.
Þriðjudagar:
Vakna 6.30 og er í skólanum til 17.45. Hádegið í skólanum er í 2 tíma og fer ég því í badminton klukkan 12.30 til 13.30 (gamla að rifja upp gamla takta;) ).** Heim, (stundum) hlaup, "læra", borða, sturta, sofa.
Miðvikudagar:
Skólinn byrjar ekki fyrr en 10.05 hjá mér og þá fer ég í leikfimi til 12. Það er enginn strætó á þessum tíma til að fara í skólann svo ég hleyp þangað. *** Klukkan 17.07 tek ég strætó heiman frá mér og er síðan komin í fótboltamiðstöðina klukkan 18.45. Æfingin er búin í kringum 20.30 og 21.00. Borða, sturta og sofa.
Fimmtudagar:
Vakna 6.30 og er í skólanum frá 7.55-17.45. Ekkert mikið annað gert þennan dag vegna þreytu.
Föstudagar:
Vakna 6.30 og er í skólanum til 17.45. Elise sækir mig og skutlar mér að strætóstoppistöðinni svo ég geti tekið strætó klukkan 18.05 á æfingu. Er síðan oftast ekki komin heim fyrr en klukkan 21.30 á kvöldin. rúmlega 14 tímar að heima gera mann nokkuð þreyttann.
Helgar:
Laugardögum er annað hvort eitt í leti, lærdóm eða hangs niðrí bæ.
Á sunnudögum eru allar búðir lokaðar og þess vegna erum við heima og lærum eða liggjum í leti.
*"Læra" vegna þess að ég get voða lítið lært það sem á að læra í skólanum fyrir utan ensku og þýsku og stöku sinnum stærðfræði. Ég er samt að reyna að læra frönsku með hjálp http://www.babbel.com .
** Fósturforeldarnir mínir hérna fóru til Túnisíu í 2 vikur og troðfylltu bílinn af hlutum til að selja; þar á meðal var hjólið sem þau voru búin að segja að ég mætti nota; þau voru í rauninni búin að gefa mér það; svo núna verð ég að labba allt (eða hlaupa); það tekur 25 mínútur að labba í skólann minn.
***Kennarinn skráði mig í badmintonmót fyrir hönd skólans; Fyrsta mótið er 26.nóvember, svo er annað 7.desember og eitt annað á næsta ári.
Þar sem ég sakna ykkar allra alveg rosalega mikið og langar að getað knúsað ykkur öll alveg rosalega fast að mér (allanvega í eitt skipti í viðbót); þá finnst mér svo leiðinlegt að sjá allar stelpurnar hérna vera rífast út af ÖLLU!
Eitt dæmi:
Það eru tvær systur (við skulum kalla þær Marsa og Líf). Síðan eru tveir vinir (við skulum kalla þau Þórð og Lilju). Marsa og Þórður eru saman í skóla og Líf og Lilja eru með mér í skólanum. Líf og Lilja fóru síðan allt í einu að rífast vegna þess að Marsa hataði Þórð. Þær enduðu á því að biðja allar stelpurnar í vinkonu hópnum um að velja hvort þær myndu standa með Líf eða Lilju. Þegar ég var spurð sagðist ég ekki vera 5 ára og því myndi ég ekki velja á milli, því að þetta væri alveg í hött hjá þeim. Ég held að þær hafi áttað sig á því, vegna þess að daginn eftir voru þær orðnar bestu vinkonur aftur.
Mig langar að getað verið með ykkur öllum, gert alla hlutina sem þið eruð að gera á íslandi, með ykkur. Mig langar að getað knúsað ykkur þegar mér sýnist. Mig langar að getað talað við einhvern "face-to-face" án þess að þurfa að endurtaka það sem ég var að segja, því það er svo erfitt að skilja mig hérna(bæði vegna þess að enskan er slæm hérna og ég kann ennþá ekki frönsku). Mig langar að getað labbað í 5 mínútur til þess að komast á fótboltaæfingu. Mig langar að sofa í þægilega rúminu mínu (ekki þurfa að passa mig hvernig ég sest í það, svo að rimlarnir undir því brotni ekki; og þurfa að sofa með bognar fætur vegna þess að ég er of stór í rúmið). Mig langar að drekka gott vatn. Mig langar, mig langar, mig langar... Ég gæti haldið endalaust áfram...
Málið er samt einfaldlega þannig að ég er hérna og verð hérna næstu 268 daga. Mig langar heim en ég vil ekki vera stelpan sem gat ekki höndlað það að vera að heiman sem skiptinemi í 10 mánuði.
Facebook er að gera mér erfitt þessa dagana og þess vegna ákvað ég að hætta að nota íslenska facebookið mitt og byrja að nota eitt sem er alveg franskt með öllum frönsku vinunum. Þess vegna ákvað ég að stofna þessa nýju blogg síðu þar sem ég get bloggað og sett inn myndir og þar með getið þið fylgst með mér.
Húsin hérna eru ekki kynduð á haustin sem gerir það að verkum að það er kaldara inni en úti. Undanfarnar vikur er ég því búin að líta svona út:




Rautt nef og bláar varir.. nammi namm
ég er búin að vera hérna í viku, ef að það væri ein vika í hverjum degi í vikunni. Mér fannst þá vera komin tími á að ég segði ykkur mína eðlilegu rútínu:
Mánudagar:
Vakna 6.30 er í skólanum til 16.51 þá fer ég heim og hleyp litla 5 kílómetra. "Læra"*, borða, sturta og sofa.
Þriðjudagar:
Vakna 6.30 og er í skólanum til 17.45. Hádegið í skólanum er í 2 tíma og fer ég því í badminton klukkan 12.30 til 13.30 (gamla að rifja upp gamla takta;) ).** Heim, (stundum) hlaup, "læra", borða, sturta, sofa.
Miðvikudagar:
Skólinn byrjar ekki fyrr en 10.05 hjá mér og þá fer ég í leikfimi til 12. Það er enginn strætó á þessum tíma til að fara í skólann svo ég hleyp þangað. *** Klukkan 17.07 tek ég strætó heiman frá mér og er síðan komin í fótboltamiðstöðina klukkan 18.45. Æfingin er búin í kringum 20.30 og 21.00. Borða, sturta og sofa.
Fimmtudagar:
Vakna 6.30 og er í skólanum frá 7.55-17.45. Ekkert mikið annað gert þennan dag vegna þreytu.
Föstudagar:
Vakna 6.30 og er í skólanum til 17.45. Elise sækir mig og skutlar mér að strætóstoppistöðinni svo ég geti tekið strætó klukkan 18.05 á æfingu. Er síðan oftast ekki komin heim fyrr en klukkan 21.30 á kvöldin. rúmlega 14 tímar að heima gera mann nokkuð þreyttann.
Helgar:
Laugardögum er annað hvort eitt í leti, lærdóm eða hangs niðrí bæ.
Á sunnudögum eru allar búðir lokaðar og þess vegna erum við heima og lærum eða liggjum í leti.
*"Læra" vegna þess að ég get voða lítið lært það sem á að læra í skólanum fyrir utan ensku og þýsku og stöku sinnum stærðfræði. Ég er samt að reyna að læra frönsku með hjálp http://www.babbel.com .
** Fósturforeldarnir mínir hérna fóru til Túnisíu í 2 vikur og troðfylltu bílinn af hlutum til að selja; þar á meðal var hjólið sem þau voru búin að segja að ég mætti nota; þau voru í rauninni búin að gefa mér það; svo núna verð ég að labba allt (eða hlaupa); það tekur 25 mínútur að labba í skólann minn.
***Kennarinn skráði mig í badmintonmót fyrir hönd skólans; Fyrsta mótið er 26.nóvember, svo er annað 7.desember og eitt annað á næsta ári.
Þar sem ég sakna ykkar allra alveg rosalega mikið og langar að getað knúsað ykkur öll alveg rosalega fast að mér (allanvega í eitt skipti í viðbót); þá finnst mér svo leiðinlegt að sjá allar stelpurnar hérna vera rífast út af ÖLLU!
Eitt dæmi:
Það eru tvær systur (við skulum kalla þær Marsa og Líf). Síðan eru tveir vinir (við skulum kalla þau Þórð og Lilju). Marsa og Þórður eru saman í skóla og Líf og Lilja eru með mér í skólanum. Líf og Lilja fóru síðan allt í einu að rífast vegna þess að Marsa hataði Þórð. Þær enduðu á því að biðja allar stelpurnar í vinkonu hópnum um að velja hvort þær myndu standa með Líf eða Lilju. Þegar ég var spurð sagðist ég ekki vera 5 ára og því myndi ég ekki velja á milli, því að þetta væri alveg í hött hjá þeim. Ég held að þær hafi áttað sig á því, vegna þess að daginn eftir voru þær orðnar bestu vinkonur aftur.
Ég er búin að kynnast æðislegri stelpu hérna sem heitir Maddie og hún er skiptinemi frá Bandaríkjunum. Hún æfir með mér fótbolta og hitti ég hana því minnst tvisvar í viku. Ég var með henni alla síðustu helgi og svo á mánudeginum líka. Við náum svo vel saman og erum svo líkar að það er alveg ótrúlegt. Ég veit ekki hvað ég á eftir að gera án hennar, þegar hún yfirgefur mig og Frakkland eftir 14 vikur.

Maddie (USA), ég og Brooke (Nýja Sjáland)
Ég held að þetta sé gott í bili. Átti samt að minnast á það að ég átti rosalega gott skypedate með henni Elísu minni. Vá hvað ég sakna ykkar allra !! :
*

Maddie (USA), ég og Brooke (Nýja Sjáland)

Ég held að þetta sé gott í bili. Átti samt að minnast á það að ég átti rosalega gott skypedate með henni Elísu minni. Vá hvað ég sakna ykkar allra !! :
*