Seinustu dagar eru búnir að vera verulega erfiðir. En það er vegna þess að þegar að fólk er veikt hérna, þá fer það samt í skólann. Og það vill svo vel til að ég er einmitt veik núna; og ég get staðfest það að það er rosalega erfitt að vera í skólanum í 10 tíma í senn og já, bókstaflega vera að drepast.
Ég er ennþá ekki að venjast því að þurfa að snýta mér fyrir framan alla. Og þegar maður þarf að eyða 5 pökkum af snýtubréfum á dag, þá er það ekki svo gaman :/
Ég er ennþá ekki að venjast því að þurfa að snýta mér fyrir framan alla. Og þegar maður þarf að eyða 5 pökkum af snýtubréfum á dag, þá er það ekki svo gaman :/
![]() |
búin að lýta svona út undan farna daga... |
Ég skipti um bekk í gær; önnur bekkjarskiptin mín sem sagt. Það eru því margir krakkar hérna í skólanum sem vita hver ég er = útlenskastelpan sem skilur ekki frönsku. Nýja stundataflan mín er ekkert mikið betri, er ennþá alltaf í skólanum frá 8 – 18, nema á miðvikudögum en þeir dagar eru búnar að lengjast til klukkan 12. Ég er núna á Viðskiptafræðibraut og það ætti að vera auðveldara fyrir mig þegar ég verð farin að getað gert verkefni og þess háttar í skólanum.
Ég var að tala við systur mína hérna um hvað mér fyndist félagslífið hérna vera alveg svakalega slakt. Þá sagði hún mér að það væri ekkert í gangi fyrr en í fríunum, það væri vegna þess að skólinn væri svo tímafrekur. Það er víst líka alls ekki vel liðið að fara út á kvöldin, vegna þess að það er svo dimmt og hver veit hvernig brjálæðingar leynast þarna úti á kvöldin. Þannig að ég tel mig vera nokkuð heppna að vera með bestu vinkonu mína undir sama þaki og ég. Við bíðum bara spenntar eftir helgunum og fríunum.
![]() |
Moi et mon amour |
Það má velja um nokkur aukafög hérna í skólanum (þið hugsið þá ef til vill afhverju að velja einhvað meira þegar að skólinn er nú þegar svona langur; en þessi auka fög eru mikið skemmtilegri en hin fögin. Svo ef ég þarf að eyða auka tíma í einhvað skemmtilegt, þá verður það bara að vera þannig (þetta er hvort sem er í eyðunum, þar sem ég væri annars ekki að gera neitt)). Ég er sem sagt í Leiklist og Viðskiptafræði á ensku.
Leiklist er bara nokkuð skemmtileg. Skiptum okkur í nokkra hópa um daginn og áttum að gera lítið leikrit. Ég fékk nú ekki margar setningar, satt að segja fékk ég eina. En þegar ég sagði hana, þá sprungu allir úr hlátri; ég tel það vera út af hreimnum mínum, haha :D Gerum fullt af skemmtilegum æfingum þarna og maður má og getur alls ekki verið feiminn í þessu. Maður þarf að getað gert sig að fífli og vera alveg saman.. er alls ekki í vandræðum með það.
Viðskiptafræði í ensku er bara nokkuð ágæt. Er að komast inn í þetta. Komumst svo að því í dag að þeir sem eru að taka auka áfanga á ensku (eins og ég er að með þessum áfanga) fara í skólaferð til Danmerkur í Febrúar eða Apríl á næsta ári. Mér finnst það svo sannarlega þess virði.
Mér finnst verulega gaman þegar fólk segir við mig að ég sé rosalega góð í badminton. Þannig var mál með vexti að í leikfimi í bekknum mínum(gamla bekknum) vorum við í badminton. Í stuttumáli þá vorum við í riðlakeppni; þú vinnur = upp um völl, þú tapar = niður um völl. Byrjaði á 8. velli og vann mig alla leið upp á 1. völl í einni runu án þess að tapa leik. Og nei ég var ekki bara að keppa við stelpur, síður en svo; þetta voru allt strákar (fyrir utan eina stelpu). Strákarnir voru því verulega skömmustulegir að stelpa hafi unnið þá alla.
Nýi bekkurinn minn er í klettaklifri. Það er alveg rosalega erfitt. Vorum bara að prófa í dag og þetta byrjar í alvöru eftir viku.
Nokkrir skemmtilegir, jafnt sem óskemmtilegir hlutir:
-Einhverjar hluta vegna þá er mikið erfiðara að borða ekki nammi hérna.
-Ég fer í H&M næstu helgi :D
-Það er ekki vel liðið að líka vel við Justin Bieber...
-"Bróðir" minn er nokkuð líkur Bruno Mars.
-Fólk alltaf jafn hissa þegar ég svara því á frönsku.
-Fólk notar sms eins og facebookchat. Flestir líka með ótakmörkuð sms.
-Inneign hérna gildir aðeins í nokkra daga (10€ =14 daga, 20€= 30 daga), svo það er hagstæðast að vera með ótakmörkuð sms (ekki það að ég sé mikið að senda sms).
- Það er ekki asnalegt að reykja hérna, en þegar maður kemur með gulrót í skólann... já þá telja allir mann vera asna.
Það er erfitt að vera frá ykkur, en ég verð að einbeita mér að því sem ég ætlaði mér hérna og hætta að hugsa svona mikið um Ísland. Ég sný aftur til gamla lífsins eftir rúmlega 9 mánuði. En eftir þennan stutta tíma þá get ég ekki aftur komið hingað og lifað þessu lífi sem ég er að lifa núna.
No comments:
Post a Comment