Daisypath Vacation tickers

6.12.11

Ég er þakklát fyrir þessa upplifun, þó svo að hún sé erfið!

Eins og svo oft áður er ég að velta því fyrir mér afhverju ég sé hérna. Ég vil alls ekki vera að kvarta þar sem það var ég sem ákvað að koma hingað. Það var ég sem vildi breyta til. En eins og stjörnuspáin mín sagði um daginn :
"Breyting, breytingana vegna, er einungis flótti frá raunveruleikanum".
Þannig ég fór virkilega að pæla í því (sem er ekkert svo hollt fyrir mig) en þá fatta ég í rauninni ekki af hverju ég kom hingað. En það er svo sem of seint að breyta því núna.. Ég er komin hingað og þrjóskan mín er svo þrjósk að ég held ég verði að klára þetta ár! Annars held ég að ég muni sjá eftir því alla mína ævi.
Ég er samt alveg rosalega þakklát. Ég er þakklát fyrir það að vera að læra frönsku. Fyrir það að ég sé að upplifa eitthvað glænýtt. Ég er þakklát fyrir það að verða sjálfstæðari. Ég er líka þakklát fyrir það að fatta hvað ég hef það alveg æðislegt á Íslandi! Ég er þakklát fyrir mömmu og pabba sem gerðu það kleift fyrir mér að koma hingað (og jú auðvitað ömmu og afa sem hjálpuðu líka aldeilis til). 
Seinasta miðvikudag fór ég að keppa í badminton og ég vann alla leikina mína. Gamla bara að rifja upp gamla takta:p Skólinn minn er skráður í eitt mót en mótinu er skipt niður í 3 daga. Eitthverja 3 miðvikudaga frá nóvember fram í janúar. Komst svo að því að leikirnir sem ég keppti á miðvikudaginn gildu ekki í þetta mót; og það var frekar svekkjandi. Alvöru mótið átti að byrja á morgun, en það var fært fram á næsta miðvikudag; sem er 14.des; afmælisdagurinn minn. Svo ég held ég komist ekki þar sem það myndi skemma allt sem ég er búin að plana fyrir daginn :/ Mig langar eiginlega frekar að verja tímanum mínum með stelpunum frekar en að keyra eitthvað út í rassgat og keppa nokkra leiki!
Talandi um mont þá fór ég í Physique-chemie próf um daginn. og ég fékk 4!!! Reyndar af 20, en það er annað mál.. Var alveg sérlega ánægð sérstaklega þar sem stelpan við hliðin á mér fékk 7! Allt að koma hjá mér.
Á laugardaginn var svo AFS jólahátíðin. Allir skiptinemarnir áttu að vera með smá atriði. Ég sem er alveg hæfileika laus, var því í frekar miklu basli við að finna eitthvað til að gera. Maddie kom mér svo algjörlega til bjargar, og við vorum með lítið fótbolta atriði. Vorum alveg heil lengi að reyna að ná öllu rétt. Það virtist ekkert ganga upp þegar við vorum að æfa okkur og því alveg rosalega mikið stress í gangi þegar við áttum að flytja þetta fyrir framan alla. En svo heppnaðist allt bara nokkuð vel; fyrir utan það að ég þurfti að klúðra smá.   Það má horfa á atriði mitt og Maddie hér Það var fullt af atriðum, þar á meðal, salsa, hiphop, japanskur blævænga dans, söngur, píanó leikur og galdrar. Þetta var annars bara nokkuð skemmtilegur dagur, þessi laugardagur sem við áttum í Dijon. Við tókum lestina klukkan 10.48 um morguninn hittumst svo öll og fengum okkur hádegismat. Eftir matinn þá var eiginlega rekið okkur niðrí bæ, en við vorum frekar treg til að fara. Ég var síðan nokkuð ánægð að hafa farið þar sem við fórum í H&M! Það er eitt af því sem ég elska við Frakkland að um leið og maður fer í alvöru borg þá er allt að finna þar!! 

Brooke, ég og Maddie í H&M !

Þar sem fóstur-fjölskyldan mín eru múslimar, þá eru engin jól hjá þeim. Ég var frekar ósátt við það, og AFS fattaði það alveg, svo að þau fundu fjölskyldu handa mér til að vera hjá um jólin. Ég er eiginlega bara nokkuð ánægð, en samt verður það skrítið.. að fara til fólks sem ég þekki ekki neitt og vera hjá þeim yfir hátíðirnar (en þetta er bara eins og áður ég kom hingað þá þekkti ég fóstur-fjölskylduna mína ekki neitt). En ég fæ að upplifa frönsk jól svo ég get ekki kvartað! :D

Sakna ykkar alveg rosalega mikið! :*

1 comment:

  1. Valdis min!
    Mer finnst ofsalega gaman ad lesa um thitt aevintiri, og mjög stolt ad thu sert fraenka min. Jolin thin koma til ad vera örvisi thetta arid og thu kemur aldrei til med ad gleima thessari reynslu. Gledileg jol og farsaelt komandi ar. Knus fra fraenku i Svithjod

    ReplyDelete