Sigursteinn D. Gíslason var eiginmaður frænku
minnar, þar af leiðandi var hann frændi minn. Hann var yndislegur maður og ég
mun gleyma honum seint, nei hvað er ég að segja.. ég mun aldrei gleyma honum!
Ég er svo ánægð og þakklát að hafað kynnst manni eins og honum Steina. Hann
gerði allt mikið skemmtilegra. Hann fékk mann oftast til að brosa þegar maður
var í fýlu eða leiður. Ef hann náði því ekki, þá náði hann að láta mann hlægja!
Hann kenndi mér svo margt þessi yndislegi maður. Hann kenndi mér meðal annars
að það væri ókeypis að brosa. Réttara sagt sýndi hann mér það; þessi maður var
alltaf brosandi, alltaf hlægjandi, alltaf í góðu skapi; og varð aldrei krónu
fátækari.
Hann er líka búin að sýna mér að maður á
aldrei að taka neinu sem gefnum hlut.
Aldrei hefði mér dottið í hug að fyrsta
jarðarförin sem ég myndi fara í, væri hjá honum Steina mínum. Hvernig væri hægt
að taka svona æðislega manneskju bara í burtu frá okkur öllum? Manneskju sem
gerði allt svo mikið betra! Ég er að reyna að telja sjálfri mér trú um það, að
æðri heimur þyrfti á honum að halda. Annars skil ég ekki hvernig Guð getur
verið svona óréttlátur.
Ég er verulega leið að ég hafi ekki fengið að
kveðja hann í eigin persónu, en ég fékk að kveðja hann í jarðarförinni hans.
Það var alveg yndislegt að fá að koma heim og kveðja hann í seinasta skiptið.
Þó ég hafi ekki fengið að segja það við hann, þá veit ég, að hann vissi, að ég
elskaði hann.
Jarðarförin hans Steina er eitt af því
erfiðasta sem ég hef gert. Samt sem áður þegar pabbi bað mig síðan um að labba
með krans á eftir kistunni, hikaði ég ekki við að segja já. Það var erfitt að
labba niður kirkjugólfið með kistuna fyrir framan mig. Ég starði allan tímann á
lítinn hvítan límmiða á kistunni, þar sem nafnið hans var skrifað á. Þetta gat
bara ekki verið satt.. Þetta hlaut að vera einhver misskilningu. Á meðan ég
gekk, hugsaði til Steina og ég hugsaði um allt sem mig langaði að segja honum.
Ég sagði honum meðal annars, í hugsununum mínum, hversu vænt mér þótti um hann.
Í þessari kveðjustund okkar Steina, náði ég loka á tárin. En þau tár sem fengu
þó að falla voru gleðitár. Því eins og Steini sagði:
“Ef þið ætlið að gráta yfir mér,
viljiði þá hafa það gleðitár
vegna góðra minninga”
Hvíldu í friði elsku besti Steini minn. Þín
verður sárt saknað. Þú munt lifa að eilífðu í hjarta okkar. Ég hlakka til að
hitta þig aftur í nýjum heimi. Heimi fullum af hamingju og ást!
Þeir sem vilja minnast hans er bent á
"Styrktarsjóð fyrir börn Sigursteins Gíslasonar"
Reikningur: 0552-14-408888, kt: 590112-0110
"Styrktarsjóð fyrir börn Sigursteins Gíslasonar"
Reikningur: 0552-14-408888, kt: 590112-0110
ertu mesta dúlla í heimi, fallega skrifað hjá þér Valdís mín og ég er viss um að hann fylgist með þér á hverjum degi núna! :* guð geymi hann og guð geymi þig :*
ReplyDeleteDúna