- Þetta er bara allt orðið svo hversdagslegt, að það er ekkert voðalega mikið spennandi að gerast(sem er gaman að blogga um)
- Ég er letingi!
Þá er ég búin að vera í Frakklandi í 41 dag eftir að ég kom aftur út. Ég veit ekki alveg hvort mér finnst þetta búið að líða hratt eða ekki. Því þegar ég horfi til baka þá er þetta enga stund að líða, en augnablikin eru hinsvegar löng. Ef til vill skilja mig einhverjir:)
Fyrrverandi host-fjölskyldan mín er komin með nýjan skiptinema, hún heitir Luciana.
Fyrsta skiptið sem ég hitti hana var í afmæli hjá stelpu (Lauru) í skólanum mínum. Þegar ég sá hana varð ég frekar pirruð inn í mér og mig langaði bara ekkert með hana að hafa.
Eftir stutta stund áttaði ég mig samt á því hvað ég var barnaleg, afhverju var ég pirruð út í hana? ekki hafði hún gert mér eitthvað (það er svona að vera að stelpa, þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð manns við eitthverju). Hún gat allt eins verið með sömu vandamál og ég hafði verið með, með þessari fjölskyldu.
Eftir að hafað talað við hana í nokkrar mínútur þá komst ég að því að ég hefði haft rétt fyrir mér. Hún var með nákvæmlegu sömu vandamál og ég hafði haft.
Fyrsta skiptið sem ég hitti hana var í afmæli hjá stelpu (Lauru) í skólanum mínum. Þegar ég sá hana varð ég frekar pirruð inn í mér og mig langaði bara ekkert með hana að hafa.
Eftir stutta stund áttaði ég mig samt á því hvað ég var barnaleg, afhverju var ég pirruð út í hana? ekki hafði hún gert mér eitthvað (það er svona að vera að stelpa, þetta eru alltaf fyrstu viðbrögð manns við eitthverju). Hún gat allt eins verið með sömu vandamál og ég hafði verið með, með þessari fjölskyldu.
Eftir að hafað talað við hana í nokkrar mínútur þá komst ég að því að ég hefði haft rétt fyrir mér. Hún var með nákvæmlegu sömu vandamál og ég hafði haft.
![]() |
Clara, ég og Anais í afmælinu hjá Lauru |
Ég er búin að vera að tala mikið við hana eftir þetta afmæli, en svo um daginn sagði hún að host-systur sinni (fyrrverandi-host-systir mín) finndist ekki gaman að við værum að tala saman, svo nú er hún hætt að svara mér.
Ég fór til Parísar seinustu helgi með host-mömmunni og systurinni. Þær voru samt búnar að sjá og gera alla túrista hlutina, svo ég var bara ein í því. Ég var rosalega fegin að vera ekki búin að sjá myndina Taken, þar sem ég var hvort sem er mjög paranoid.
Það var mjög leiðinleg þoka þar, svo myndirnar sem voru teknar voru ekki alveg þær flottustu. En annars elska ég þessa borg! Ég veit samt ekki alveg hvort ég gæti átt heima þarna. Fólkið þarna notar aðallega neðanjarðarlestinar til að ferðast, og maður sá alltaf alla vera á hlaupum. Það væri svolítið stressandi og þreytandi að gera það á hverjum einasta degi.
![]() |
Notre Dame |
Á föstudaginn er ég að fara til Danmerkur með þeim krökkum sem eru í auka ensku í skólanum. Við munum leggja af stað 19.00 og við verðum komin á áfangastað í kringum hádegi á Laugardeginum. Sem þýðir að þetta eru 17 tímar sem við munum ferðast! 17 tímar í rútu!! og eitt sæti á mann! #mættihaldaaðþaðværikreppahjáfrökkunum ! Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í þessu blessaða ferðalagi.
Við verðum síðan í Danmerku (Næstved) í eina viku. Þar verðum við svo hjá host-fjölskyldu. Ég mun þá eignast host-systur sem heitir Camilla. Við erum búnar að spjalla ansi mikið saman á facebook, og við erum mjög líkir persónuleikar. Hún býr með ömmu sinni í litlum sveitabæ og eiga þær tvo hunda og fuuullt af köttum. Svo þetta mun vera mjög áhugavert:)
Frá mánudegi til fimmtudags munum við "frakkarnir" síðan fara í skoðunarferðir í kringum svæðið Næstved.
Ég er að reyna að æfa mig smá í dönsku, en ég man bara ekki neitt:/ Ég rugla alltaf öllum tungumálunum saman í hausnum á mér!
Ef þið kæru lesendur hafið samt eitthverjar hugmyndir um það sem ég gæti gert í þessari rútuferð, þá væri alveg geðveikt að fá einhver ráð! Það væri auðvitað bara best ef ég gæti bara sofið alla ferðina.
Ef þið kæru lesendur hafið samt eitthverjar hugmyndir um það sem ég gæti gert í þessari rútuferð, þá væri alveg geðveikt að fá einhver ráð! Það væri auðvitað bara best ef ég gæti bara sofið alla ferðina.
Fyrir þá sem vita það ekki nú þegar, þá er ég að koma heim 2.apríl. Tilfinningarnar eru mjööög blendnar. Ég er auðvitað alveg rosalega ánægð að vera að koma heim, en samt sem áður er ég svo kvíðin og stressuð og smá leið. Ég er leið út af því að þetta hefur ekki gengið upp eins og ég var að vonast til.
AFS konan á svæðinu mínu, var alltaf að segja við mig að ég væri bara ekki nægilega sterk manneskja andlega séð og að ég hafi bara alls ekki verið tilbúin fyrir þessa reyslu. Kannski er það alveg rétt hjá henni. Kannski var ég ekki alveg andlega tilbúin fyrir það að vera í burtu frá öllum í svona langan tíma. En ég er samt sem áður búin að styrkjast mjög mikið í gegnum þessa reynslu (væmið).
Þó svo að þetta hafi ekki allt gengið upp eins vel og ég var að vonast, þá myndi ég samt ekki breyta neinu ef ég gæti. Allt sem hefur gengið á hefur gert mig að manneskjunni sem ég er í dag. Ég er búin að bæta mig verulega í frönsku(er samt alls ekki altalandi eða skiljandi, en það er annað mál). Ég kynntist alveg yndislegum stelpum hérna úti, sem eru mér mjöög kærar. Ég er líka farin að meta alls svo mikið meira heima. Ég sé virkilega hvað ég hef það gott heima! Og þess vegna er ég svo spennt að koma heim eftir 22 daga !
Bisous :*