Daisypath Vacation tickers

11.11.11

11.11.11

Í dag er ég búin að vera hérna í 10 vikur það gera heila 70 daga. Þetta er allt svo óraunverulegt. Þetta er að líða svo óhemju hratt; það er komin helgi áður en ég veit af. Núna eru einungis 35 vikur eftir. Ég get bæði verið glöð og leið yfir því.


Ég er búin að fá nokkra æðislega pakka frá Íslandi. Þar á meðal fékk ég tamari ristaðar möndlur (my everything <3) síðan er ég líka búin að fá nokkur bréf sem gleðja mig alltaf jafn mikið. Ég fékk líka senda bókina Pollýanna frá fjölskyldunni minni en bókin er að hjálpa mér mikið. Ég fékk ábendingu frá Árný Láru um að hún gæti hjálpað mér eins og hún hjálpaði henni. Fyrir þau ykkur sem vita ekki hver Pollýanna er, þá er þetta lítil stelpa sem er alltaf að leika einn leik (gerir auðvitað líka aðra hluti...) en þessi leikur gengur út á það að finna alltaf það jákvæða við allt. Ég er að reyna að leika þennan leik daglega. Það er að ganga misvel en hérna eru þó nokkur dæmi:
  • Ég get glaðst yfir því að skóladagurinn hérna sé langur, vegna þess að þegar ég kem aftur til Íslands þá virðast dagarnir þar vera styttri fyrir mér.
  • Ég get glaðst yfir því að sjá myndir af fjölskyldunni minni á Flórída, því þá getur mér hlakkað til að getað gert sömu hluti með þeim bráðlega.
  • Ég get glaðst yfir því að kunna ekki frönsku núna (þó svo að það sé sjúklega pirrandi), því þá þarf ég ekki að gera heimavinnuna.
  • Ég get glaðst yfir því að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni og vinum, því þegar ég kem aftur þá verður samband okkar betra og sterkara.
... og svona gæti ég haldið "endalaust" áfram.

Síðust helgi fór ég með AFS krökkunum á mínu svæði til Besançon. Við þurftum að keyra í rúmlega einn og hálfan tíma. Við gerðum voða lítið, en þetta var samt æðislegt. Við löbbuðum um allann bæinn og vorum bara spjalla. Mér finnst ótrúlega þægilegt að tala við þau. Ég tala lang mest við Brooke og Maddie, og það er eins og við séum búnar að þekkjast í nokkur ár. Við getum sagt hver annari allt og það besta er að við skiljum hver aðra svo vel. Þetta er reyndar svona með alla skiptinemana hérna við erum öll svo náin því að við vitum hvað hinn aðilinn er að gangi í gegnum, því við erum að ganga í gegnum það sama.

Skiptinemarnir á mínu svæði
AFS eru skiptinemasamtökin sem gerðu mér kleift að koma hingað. Margir vilja þó halda því fram að AFS standi fyrir "Another fat student". Þetta er eitt af áhyggjuefnunum hjá flestum skiptinemunum. Það langar eiginlega engum að verða AFS. Við skiptinemarnir vorum að tala um þetta þegar um mánuður var liðinn af dvölinni okkar hérna. Það sögðu mér þá tvær stelpur að þær væru búnar að þyngjast um rúmlega 6 kíló. Ég fékk sjokk. 6 kílóum þyngri eftir einn mánuð. Þær sögðust bara ekki getað staðist það að fara í næsta bakarí að fá sér einhvað gómsætt (það eru líka bakarí út um allt hérna). Ég er búin að halda mér á þokkalega striki hérna, 1-2 kíló upp og niður eru nú ekkert mikið.

Franska er erfið punktur

Ég er farin að skilja aðeins meira; en ég skil ennþá ekkert þegar kennarinn er að tala upp á töflu. Ég er búin að eignast æðislega nýja vini í skólanum sem að skilja að ég er hérna til að læra frönsku; þannig að þau tala frönsku við mig og ef ég skil ekki eitthvað þá þýða þau það fyrir mig. Ég reyni að svara á frönsku og þegar ég kann ekki orðið þá treð ég enska orðinu inn í setninguna.
Ég var að tala við skiptinema um daginn sem kann lítið sem enga ensku en er ágæt í frönsku. Þannig að áður en ég vissi af var ég að tala við hana á frönsku... ooog hún skildi mig! SUCCESS! (þetta voru reyndar ekkert flókin orð en samt...)
Það sem mér finnst frekar fyndið eftir á er að ég er fór allt í einu að skilja meiri frönsku. Ekkert það að ég skilji geðveikt mikið núna, en bara allt í einu fór ég að skilja samhengið í því sem fólk var að segja við mig. Mér langar helst bara að getað talað frönsku núna! Get ekki beðið eftir að getað talað hana reiprennandi (sem ég er rétt svo að vona að ég geti!).
Nokkur atvik þar sem ég get ekki nota leikinn hennar Pollýönnu er t.d. þegar ég er í stærðfræði. En strákurinn sem situr við hliðina á  mér er of virkur og með þvílíkan athyglisbrest. Hann er alltaf að tromma með pennanum, sparka í stólinn minn, flauta og bara allt sem er sjúklega pirrandi þegar maður er að reyna að einbeita sér. Ætla samt ekki að fara að æsa mig við hann. Frekar kjánalegt. 

Einn æðislegur punktur sem ég elska við þennan dag; fyrir utan það að 11.11.11 er geðveik dagsetning; er það að í dag giftist ég ástinni minni henni Elísu:*

Ég sakna ykkar allanvega rosalega mikið <3




Vous me manquez beaucoup:*

No comments:

Post a Comment