Daisypath Vacation tickers

18.9.11

distance is just a test to see how far love can travel


Þá er ég búin að vera hérna í rúmlega 2 vikur, eða 16 daga; sem þýðir að ég kem heim eftir 300 daga ;)
Tíminn er að líða frekar hratt hérna en samt einhvern vegin ekki. Þó svo að skólinn sé alltaf langt fram á dag þá er skólavikan frekar fljót að líða. Ég verð komin heim eftir enga stund.

“Það er virkilega gaman að segja frá því að ég er alveg búin að ná frönskunni og get talað hana núna reiprennandi.” Þetta er setning sem ég vildi að ég gæti sagt án þess að vera að ljúga að ykkur góðu lesendur, en því miður þá er raunveruleikin alls ekki svona góður.

Ég komst loksins á fótboltaæfingu í seinustu viku. Þær eru tvisvar í viku á miðvikudögum og föstudögum frá 19.00-20.30.
Það tekur mig rúmlega klukkutíma að komast á æfingu. (Á föstudögum er þetta svona:) Fæ að fara 20 mín fyrr úr skólanum til að taka strætó ‘1’ klukkan 17:38.  Er komin niðrí bæ 17:53. Þar bíð ég eftir strætó ‘6’ sem kemur 18:08. Ég fer út úr honum 18:33. Þá á ég eftir að labba 7-10 mín að fótboltahúsinu. Á miðvikudögum tekur þetta hinsvegar lengri tíma því ég þarf að koma mér frá Crissey að stoppustöðinni rétt hjá skólanum (25 min að labba þangað). Ég ætla aldrei aftur að kvarta út af vegalengdum þegar ég kem aftur heim. Þetta langa ferðalag er hinsvegar svo þess virði; þessar fótboltaæfingar eru ótrúlega skemmtilegar.

Á fyrstu æfingunni spurði þjálfarinn minn hvað ég héti og ég sagði “Valdis”. Hann skildi mig ekki og reyndi að herma eftir nafninu (öllum hinum frökkunum hefur ekki fundist nafnið mitt erfitt hingað til) en hann náði bara alls ekki að segja Valdis. Það endaði með því að hann spurði mig hvort hann mætti kalla mig Vladis vegna þess að honum fannst hitt svo erfitt. Hann kynnti mig síðan fyrir öllum hópnum með þessu nýja fína nafni: “Vladis”. Á næstu æfingu var hann greinilega búin að æfa sig að segja nafnið mitt því hann leiðrétti það fyrir framan þær allar að ég héti Valdis en ekki Vladis.



Það eina sem er leiðinlegt á þessum æfingum er það að ég get ekki talað á meðan við erum að spila. Ég reyni að segja orð eins og “oui” “hey” til að biðja um boltann. Ég get ekki sagt maður eða þess háttar og það er frekar leiðinlegt.
Miðvikudagarnar eru erfiðar æfingar, en það er rosalega gott því þá hleyp ég af mér allar auka kaloríurnar sem ég er að borða hérna.
Fékk mér t.d. 4 brauðsneiðar um daginn með Nutella. Það voru 320 kaloríur og það var bara Nutellað :$

“Ég  fer í fullt af rússibanaferðum hér tilfinningalega séð, en eins og ég var minnt á þá hef ég svo gaman af stórum rússibönum (sérstaklega þeim sem hringsnúast og fara rosalega hratt).”
Elsku bestu stelpurnar mínar :*

Ýmsir hlutir sem ég hef tekið eftir (ekkert allt voða merkilegt en):
-      Það er ekki stoppað fyrir manni á gangbrautum (ekki einu sinni löggan).
-      Fullt af köngulóm, maurum og moskítóflugum hérna.
-      Fólk að reykja á hverju einasta horni.
-      Stelpunum virðist vera alveg sama um vellíðan á fótum þeirra þar sem þær eru stundum í hælaskóm á 10 tíma skóladegi.
-      Það er brauð með öllum máltíðum.
-      Þegar það er keypt mjólk á heimilið, þá eru keyptar 24 fernur. Þær eru geymdar inn í bílskúr í engum kæli. Þessi mjólk rennur út 2 ½ mánuðum eftir að hún er pökkuð.
-      Það eru engar setur á almenningsklósettum.
-      Kennarnir hleypa aldrei fyrr úr kennslustundum (alltaf beðið eftir bjölluni), en halda manni oft lengur.
-      Í byrjun kennslustundar þarf að standa upp fyrir kennaranum og bíða eftir leyfi til að setjast. Þegar skólastjórinn kemur inn í stofuna þá standa líka allir upp.
-      Kennurunum er skít sama um þá sem skilja ekki frönsku.


Ég sakna ykkar allra sjúklega mikið og get ekki beðið eftir að knúsa ykkur fast að mér eftir 300 daga. En ég ætla að lifa í augnabliknu og reyna að læra þessa blessuðu frönsku.

À bientôt
Bises :*
     

1 comment: