Listin að kvarta. Við kunnum hana öll.
Við erum vön að kvarta og kveina þegar okkur líkar ekki við eitthvað. Við látum tilfinningarnar flakka án þess að hugsa okkur fyrst um.
Ég kannast við þetta sjálf; alltaf að kvarta yfir smámunum eins og það að:
-uppáhaldsnammið manns sé ekki til í búðinni.
-uppáhaldsnammið manns sé ekki til í búðinni.
-þurfa að fikrast áfram eins og snigill á ganginum í skólanum á leiðinni í sögutíma, vegna þess að fókið fyrir framan þig er að labba svo hægt.
-vatnið í vatnsvélinni sé ekki kalt.
-horfa út um gluggann á slæmum vetrardegi og blóta innra með sér og hugsa afhverju maður þyrfti nú að eiga heima á Íslandi.
Það sem við spáum oft ekki í þegar við erum að kvarta um svona smámuni, er það að fólk annarsstaðar er með mikið verri og alvarlegri vandamál. Þessi vandamál eru t.d. krabbamein.
Krabbamein geta bæði verið góð- og illkynja. Í báðum tilvikum er ekkert annað í stöðinni en það að vona að allt verði í lagi; að þessi hræðilega martröð taka brátt enda og allt geti orðið gott aftur.
Krabbamein geta bæði verið góð- og illkynja. Í báðum tilvikum er ekkert annað í stöðinni en það að vona að allt verði í lagi; að þessi hræðilega martröð taka brátt enda og allt geti orðið gott aftur.
Með þessum pistli lesandi góði, vil ég biðja þig um að hugsa þinn gang.
-Er virkilega þess virði að kvarta yfir því að uppáhalds nammið þitt var ekki til; þú hefðir hvort sem er séð eftir því að hafa að borða það.
-Afhverju skipta 5-10 sekúndur þig svona miklu máli? langar þig virkilega svona mikið að komast í sögutíma?
-Afhverju ertu að væla yfir því að vatnið sé ekki nógu kalt?; þú hefðir hvort sem er bara fengið heilakul ef það hefði verið kalt.
-Hvað er svo slæmt við það að veðrið sé svona slæmt úti? Er það ekki bara kósý að hnipra sig þá undir teppi og horfa á mynd með fjölskyldunni?
-Er virkilega þess virði að kvarta yfir því að uppáhalds nammið þitt var ekki til; þú hefðir hvort sem er séð eftir því að hafa að borða það.
-Afhverju skipta 5-10 sekúndur þig svona miklu máli? langar þig virkilega svona mikið að komast í sögutíma?
-Afhverju ertu að væla yfir því að vatnið sé ekki nógu kalt?; þú hefðir hvort sem er bara fengið heilakul ef það hefði verið kalt.
-Hvað er svo slæmt við það að veðrið sé svona slæmt úti? Er það ekki bara kósý að hnipra sig þá undir teppi og horfa á mynd með fjölskyldunni?
Við skulum öll hugsa jákvætt um þessar mundir (og bara alltaf). Hugsum eins og Pollýanna vinkona okkar. Hugsum til þess að það er hátíð í vændum; hátíð fjölskyldu og friðar. Við skulum einnig hugsa til þeirra sem eru verr stödd. Við skulum hugsa til þeirra sem eru að glíma við erfiða baráttu um þessar mundir og við skulum óska þeim öllum góðs bata.
Hugsum okkar gang og hættum að kvarta!