Daisypath Vacation tickers

14.11.11

Listin að kvarta. Við kunnum hana öll.


Listin að kvarta. Við kunnum hana öll.
Við erum vön að kvarta og kveina þegar okkur líkar ekki við eitthvað. Við látum tilfinningarnar flakka án þess að hugsa okkur fyrst um.
Ég kannast við þetta sjálf; alltaf að kvarta yfir smámunum eins og það að:
-uppáhaldsnammið manns sé ekki til í búðinni.
-þurfa að fikrast áfram eins og snigill á ganginum í skólanum á leiðinni í sögutíma, vegna þess að fókið fyrir framan þig er að labba svo hægt.
-vatnið í vatnsvélinni sé ekki kalt.
-horfa út um gluggann á slæmum vetrardegi og blóta innra með sér og hugsa afhverju maður þyrfti nú að eiga heima á Íslandi.

Það sem við spáum oft ekki í þegar við erum að kvarta um svona smámuni, er það að fólk annarsstaðar er með mikið verri og alvarlegri vandamál. Þessi vandamál eru t.d. krabbamein.
Krabbamein geta bæði verið góð- og illkynja. Í báðum tilvikum er ekkert annað í stöðinni en það að vona að allt verði í lagi; að þessi hræðilega martröð taka brátt enda og allt geti orðið gott aftur.

Með þessum pistli lesandi góði, vil ég biðja þig um að hugsa þinn gang.
-Er virkilega þess virði að kvarta yfir því að uppáhalds nammið þitt var ekki til; þú hefðir hvort sem er séð eftir því að hafa að borða það.
-Afhverju skipta 5-10 sekúndur þig svona miklu máli? langar þig virkilega svona mikið að komast í sögutíma?
-Afhverju ertu að væla yfir því að vatnið sé ekki nógu kalt?; þú hefðir hvort sem er bara fengið heilakul ef það hefði verið kalt.
-Hvað er svo slæmt við það að veðrið sé svona slæmt úti? Er það ekki bara kósý að hnipra sig þá undir teppi og horfa á mynd með fjölskyldunni?

Við skulum öll hugsa jákvætt um þessar mundir (og bara alltaf). Hugsum eins og Pollýanna vinkona okkar. Hugsum til þess að það er hátíð í vændum; hátíð fjölskyldu og friðar. Við skulum einnig hugsa til þeirra sem eru verr stödd. Við skulum hugsa til þeirra sem eru að glíma við erfiða baráttu um þessar mundir og við skulum óska þeim öllum góðs bata.

Hugsum okkar gang og hættum að kvarta!

11.11.11

11.11.11

Í dag er ég búin að vera hérna í 10 vikur það gera heila 70 daga. Þetta er allt svo óraunverulegt. Þetta er að líða svo óhemju hratt; það er komin helgi áður en ég veit af. Núna eru einungis 35 vikur eftir. Ég get bæði verið glöð og leið yfir því.


Ég er búin að fá nokkra æðislega pakka frá Íslandi. Þar á meðal fékk ég tamari ristaðar möndlur (my everything <3) síðan er ég líka búin að fá nokkur bréf sem gleðja mig alltaf jafn mikið. Ég fékk líka senda bókina Pollýanna frá fjölskyldunni minni en bókin er að hjálpa mér mikið. Ég fékk ábendingu frá Árný Láru um að hún gæti hjálpað mér eins og hún hjálpaði henni. Fyrir þau ykkur sem vita ekki hver Pollýanna er, þá er þetta lítil stelpa sem er alltaf að leika einn leik (gerir auðvitað líka aðra hluti...) en þessi leikur gengur út á það að finna alltaf það jákvæða við allt. Ég er að reyna að leika þennan leik daglega. Það er að ganga misvel en hérna eru þó nokkur dæmi:
  • Ég get glaðst yfir því að skóladagurinn hérna sé langur, vegna þess að þegar ég kem aftur til Íslands þá virðast dagarnir þar vera styttri fyrir mér.
  • Ég get glaðst yfir því að sjá myndir af fjölskyldunni minni á Flórída, því þá getur mér hlakkað til að getað gert sömu hluti með þeim bráðlega.
  • Ég get glaðst yfir því að kunna ekki frönsku núna (þó svo að það sé sjúklega pirrandi), því þá þarf ég ekki að gera heimavinnuna.
  • Ég get glaðst yfir því að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni og vinum, því þegar ég kem aftur þá verður samband okkar betra og sterkara.
... og svona gæti ég haldið "endalaust" áfram.

Síðust helgi fór ég með AFS krökkunum á mínu svæði til Besançon. Við þurftum að keyra í rúmlega einn og hálfan tíma. Við gerðum voða lítið, en þetta var samt æðislegt. Við löbbuðum um allann bæinn og vorum bara spjalla. Mér finnst ótrúlega þægilegt að tala við þau. Ég tala lang mest við Brooke og Maddie, og það er eins og við séum búnar að þekkjast í nokkur ár. Við getum sagt hver annari allt og það besta er að við skiljum hver aðra svo vel. Þetta er reyndar svona með alla skiptinemana hérna við erum öll svo náin því að við vitum hvað hinn aðilinn er að gangi í gegnum, því við erum að ganga í gegnum það sama.

Skiptinemarnir á mínu svæði
AFS eru skiptinemasamtökin sem gerðu mér kleift að koma hingað. Margir vilja þó halda því fram að AFS standi fyrir "Another fat student". Þetta er eitt af áhyggjuefnunum hjá flestum skiptinemunum. Það langar eiginlega engum að verða AFS. Við skiptinemarnir vorum að tala um þetta þegar um mánuður var liðinn af dvölinni okkar hérna. Það sögðu mér þá tvær stelpur að þær væru búnar að þyngjast um rúmlega 6 kíló. Ég fékk sjokk. 6 kílóum þyngri eftir einn mánuð. Þær sögðust bara ekki getað staðist það að fara í næsta bakarí að fá sér einhvað gómsætt (það eru líka bakarí út um allt hérna). Ég er búin að halda mér á þokkalega striki hérna, 1-2 kíló upp og niður eru nú ekkert mikið.

Franska er erfið punktur

Ég er farin að skilja aðeins meira; en ég skil ennþá ekkert þegar kennarinn er að tala upp á töflu. Ég er búin að eignast æðislega nýja vini í skólanum sem að skilja að ég er hérna til að læra frönsku; þannig að þau tala frönsku við mig og ef ég skil ekki eitthvað þá þýða þau það fyrir mig. Ég reyni að svara á frönsku og þegar ég kann ekki orðið þá treð ég enska orðinu inn í setninguna.
Ég var að tala við skiptinema um daginn sem kann lítið sem enga ensku en er ágæt í frönsku. Þannig að áður en ég vissi af var ég að tala við hana á frönsku... ooog hún skildi mig! SUCCESS! (þetta voru reyndar ekkert flókin orð en samt...)
Það sem mér finnst frekar fyndið eftir á er að ég er fór allt í einu að skilja meiri frönsku. Ekkert það að ég skilji geðveikt mikið núna, en bara allt í einu fór ég að skilja samhengið í því sem fólk var að segja við mig. Mér langar helst bara að getað talað frönsku núna! Get ekki beðið eftir að getað talað hana reiprennandi (sem ég er rétt svo að vona að ég geti!).
Nokkur atvik þar sem ég get ekki nota leikinn hennar Pollýönnu er t.d. þegar ég er í stærðfræði. En strákurinn sem situr við hliðina á  mér er of virkur og með þvílíkan athyglisbrest. Hann er alltaf að tromma með pennanum, sparka í stólinn minn, flauta og bara allt sem er sjúklega pirrandi þegar maður er að reyna að einbeita sér. Ætla samt ekki að fara að æsa mig við hann. Frekar kjánalegt. 

Einn æðislegur punktur sem ég elska við þennan dag; fyrir utan það að 11.11.11 er geðveik dagsetning; er það að í dag giftist ég ástinni minni henni Elísu:*

Ég sakna ykkar allanvega rosalega mikið <3




Vous me manquez beaucoup:*

1.11.11

Ég verð bara sterkari fyrir vikið..

Ég hef komist að því að þegar maður er skiptinemi í allt öðru landi frá öllum öðrum, þá hættir maður að hafa áhyggjur af litlu hlutunum; eins og að detta næstum því í stiganum í skólanum, maður hættir að reyna að ímynda sér hvað aðrir hugsa um mann. Maður verður afslappaðri. Meira maður sjálfur. Það má því segja að ég er farin að þekkja mig betur og með hverjum deginum sem líður, styrkist ég.

Ég er ekki að segja að dagarnir mínir hérna séu einhvað léttir, alls ekki; Þetta er alls ekki dans á rósum. Ég er ekki sátt við hvernig flestum hlutum er háttað hérna, en ég er ekki hérna til að breyta heiminum (ekki eins og ég geti það einhvað). Ég verð bara að sætta mig við allt og lifa sem Frakki í rúmlega 8 mánuði í viðbót.
Mér finnst það svo óraunverulegt að það séu bara 4/5 af ferðinni eftir. Mér finnst ég búin að vera hérna í svo stuttan tíma, en samt er eins og ég hafi búið hérna í nokkur ár.
Pokerkvöld á heimilinu.
endaði svo með því að vinna, bara svo það sé á hreinu;)
Þegar öll eldri systkinin eru heima þá finnst mér ég vera hluti af hópnum, eins og ég sé hluti af fjölskyldunni. Þetta er tímabundna fjölskyldan mín. Og ég veit ekki hvernig þetta mun vera þegar ég yfirgef þau.

Ég fór með yngstu systurinni til Lyon seinasta miðvikudag. Við vorum þar fram á föstudag. Ég missti mig aðeins í öllum búðunum og þegar ég kom heim og sá upphæðina sem var farin út af kortinu mínu.. þá sá ég auðvitað strax eftir því.  Ég fékk skammtíma ánægju. Fataskápurinn minn sem var tómur á þriðjudaginn var orðin stútfullur á laugardaginn. Hvernig á ég að koma þessu öllu heim?

Ég held stundum að ég sé að reyna að láta söknuðinn hverfa með því að versla. Ég er allanvega komin í verslunarbann fram að jólum. Gaman að segja frá því að ég er líka ekki búin að borða nammi í 1 mánuð :)
Lyon er æðisleg borg. Þar sem ég er að reyna að bæta frönskuna mína þá ákvað ég að (reyna) að tala við starfsfólkið allstaðar á frönsku. Þau spurðu mig að einhverju (allt svona frekar basic orð og spurningar) og ég svaraði á frönsku. Þau byrjuðu þá alltaf að tala við mig á ensku haha. Hreimurinn og málfræðin eru greinilega ekki alveg að gera sig.

Það er verið að fara að breyta strætókerfinu á morgun. Þannig að núna þarf ég að vakna 5 mín fyrr því að skólastrætóinn kemur 5 mín fyrr en vanalega. Einnig verður flóknara ferli að komast á fótboltaæfingar. Og það mun taka ennþá lengri tíma en vanalega. Gaman gaman.. en ég finn út úr þessu.
Klukkunni var líka breytt fyrir 2 dögum, svo núna er einungis 1 tíma munur á Frakklandi og Íslandi.

"Gaman" að segja frá því að ég vaknaði um daginn með 10 moskító bit. Og helmingur af þeim er í andlitinu á mér. Ég sem hélt að þessi helvítis kvikindi væru dauð.
Skólinn byrjar aftur á morgun eftir 1 1/2 vikna frí. Þá byrjar venjulega rútínan aftur. Ég get ekki sagt að mig hlakki til.

Mig langar alveg svakalega að koma aftur til Íslands. Facebook er ekki að gera mér létt þessa dagana og ég er alltaf að skoða myndirnar hjá ykkur.
Núna er fjölskyldan mín, ásamt ömmu og afa, bræðrum mömmu og fjölskyldur þeirra að fara út til Flórída saman. Það tekur alveg verulega á (þó svo að það sé kannski asnalegt). Þetta er bara staður sem ég dýrka og dái ; og þau eru öll að fara þangað saman að hafa gaman; og þess vegna er þetta erfitt. 

 Ég velti því oft fyrir mér hvort þið saknið mín jafn mikið og ég sakna ykkar. Hvernig lífið ykkar heldur áfram án mín. Ég get allanvega staðfest það að lífið mitt er verulega öðruvísi, ooog tómlegt án ykkar allra. 

Það sem er samt að halda mér hérna er þessi gríðarlega þrjóska sem ég hef. Ég veit að þegar ég kem heim aftur þá mun ég meta alls svo mikið betur og virkilega skilja og sjá hvað ég hef það gott á Íslandi. Eitt lítið dæmi er vatnið. Að getað farið í heitt bað eða langa sturtu. Að drekka ískalt vatn beint úr krananum. Líka það að getað verið með ykkur öllum. Það er alls ekki sjálfsagður hlutur; á meðan ég var á Íslandi hélt ég það samt.