Ferðalagið
Ferðalagið byrjaði Föstudaginn 2.september þegar ég vaknaði klukkan 4 um nóttina. Ég kvaddi flest alla vini mína kvöldið áður og var það mjög erfitt, og ég áttaði mig ekki alveg á því hve langur tími þetta væri. Mér fannst líka alveg rosalega erfitt að kveðja fjölskylduna mína, ef ekki erfiðast. Þetta eru rúmlega 10 mánuðir og að sjá þau ekki í allan þennan tíma er alveg óhugsandi. Ég vissi því ekki hvernig ég ætti að haga mér þegar ég kvaddi þau.
![]() |
Elsku besta Veró mín <3 |
Á flugvellinum var erfitt að kveðja mömmu og pabba og ég fékk kökk í hálsinn en vildi ekki gera hlutina verri með því að fara að gráta.
Fluginu seinkaði um 2 tíma og sátum við skiptinemarnir því salla róleg og vorum að spjalla.
Á flugvellinum tók kona á móti okkur og við biðum í rúmlega 1 tíma á flugvellinum eftir öðrum skiptinemum sem voru týndir. Það voru 33°C úti og við því öll að svitna eins og svín í rútinni á leiðinni á gistiheimilið (mér fannst skrítið að rútan var ekki með öryggisbelti því að hún keyrði á hraðbrautinni og AFS er alltaf að passa upp á að það komi ekkert fyrir okkur). Á gistiheimilinu fengum kex og epli en vatnið var búið; og við öll að deyja úr þorsta. Þegar við fengum loksins vatn, þá sá ég strax eftir því að hafa ekki þambað trilljón glös af íslensku vatni vikuna áður en ég kom, vegna þess að vatnið hérna er ekki verulega gott (er samt búin að venjast því núna).
Okkur var skipað í herbergi og ég var ég í herbergi með stelpu frá Belgíu og annari frá USA. Ég fékk þá að fara í sturtu sem var ólýsanlega þægilegt.
París
Þann 3.september fórum við í skoðunarferð um París. Við vorum í rútunni allantímann en fengum að fara út fyrir utan Effelturninn :) Aftur var rosalega heitt úti.
![]() |
Effel turninn |
Á gistiheimilinu fórum við síðan í umræðuhópa, en þeir voru ekkert merkilegir. Um kvöldið var samkoma í salnum og þar var verið að segja okkur hvernig morgundagurinn yrði. Einnig áttum við að æfa okkur að heilsast að frönskumsið = kyssast með kinnunum 2 sinnum.
Spenningurinn á þessu stigi var gífurlegur en það sama átti við um stressið.
4.september
Vöknuðum 6.45 og fórum í rútu á lestarstöðina klukkan 8. Lestin mín lagði síðan afstað klukkan 10.29. Tilfinningar mínar voru í skemmtilegri rússibanaferð allan daginn. Þegar við stigum út úr lestinni kom hópur hlaupandi á móti okkur og voru það AFS-sjálfboðaliðarnir. Löbbuðum um 100 metra og þá sáum við fósturfjölskyldurnar okkar. Það var verulega skrítið því ég hafði einungis séð þau í gegnum tölvu og haft þannig samband við þau. Ég vissi ekkert hvernig þau væru en samt var ég að fara að búa hjá þeim í rúmlega 10 mánuði.
Við fórum á fund um leið og við komum en hann var lengstan tímann á frönsku :/
Ég var búin að sjá myndir af húsinu "okkar" en aldrei af herberginu "mínu", það var því mjög skrítið að labba inn í það og hugsa sér að ég myndi sofa í því í allan þennan tíma. Það var ennþá skrítnara að pakka upp úr töskunni inn í skápinn. Ég reyndi að koma því inn í hausinn á mér að ég myndi ekki pakka ofan í töskuna aftur. Þetta var MITT rúm, MINN fataskápur, MITT herbergi, MITT heimili.
Maroua kynnti mér fyrir vinkonu sinni Céliu. Hún er mjög fín.
Ég hélt ég myndi ekki getað sofnað um kvöldið, en sofnaði um leið og ég slökkti ljósið.
Skólinn
Í stuttu máli = dreeeep leiðinlegur !
Ég vil ekki vera neikvæð, en þetta eru einfaldlega (sannar) staðreyndir: Ég skil ekki neitt. Ég skil ekki neitt. Skólinn er rosalega langur (7.55-17.45 (næstum 10 tímar)) og aðeins og langur eyður (5 tímar mest). oog já ég skil ekki neitt , var ég kannski búin að segja það?
"skemmtilega" stundataflan |
2 jákvæðar staðreyndir eru þær að hádeigismaturinn er í 1 tíma og ég er í skólanum í 2 tíma á miðvikudögum.
60-70% skólanns reykir, ef ekki meira. Veit ekki hvort þið vissuð það en ég hata reykingar!
Það er erftitt að eignast vini hérna án þess að þau reyki, það eru þó alltaf undantekningar.
Maturinn
Maturinn á gistiheimilinu var ekki sérlega góður og vorum við öll hrædd að maturinn hjá fjölskyldunum okkar yrðu einnig svona (en sem betur fer er það ekki).
Maturinn í skólanum er ekki heldur sá besti, en hann er ætilegur.
Maturinn hérna heima er mjög góður og aldrei svínakjöt (lýst mjög vel á það) :D Latifa (mamman) er búin að elda sér rétti fyrir mig því að þau eru svo vön að borða sterkt og hún vill venja mig á það með því að hafa þá ekki svo sterka hjá mér.
Hér er líka brauð með öllu. Allann daginn.
Almennt
Maroua er búin að hjálpa mér alveg helling og kennir mér ýmsa hluti á frönsku daglega, ég reyni að muna þetta, en þetta er svo mikið menningarsjokk.
Þegar fólk er að tala saman á frönsku þá stend ég (eða sit) hjá þeim og stari á þau. Ég veit ekki afhverju ég horfi bara, ætli ég haldi ekki bara að ef ég stari þá koma franskan einfaldlega til mín. Mjög líklega gerir hún það ekki, en ég er orðin frekar óþolinmóð að ég skilji ekkert.
Krakkarnir hér eru reyndar mjög almennilegir og reyna að hjálpa mér eins og þeir geta. Þau eru búin að segja að þau séu til staðar fyrir mig ef mig vanti einhvað og það er alveg æðislegt :) Ég er því búin að eignast nokkra vini. En vinkona mín sem er mest hjá mér þessa dagana er heimþráin. Hún eltir mig út um allt eins og skugginn. Ég hef reyndar komist að því að hún sprettir í burtu um leið og ég umgengst annað fólk og hlæ. En hún sprettir jafn hratt til baka þegar ég er ein.
Ég sakna ykkar á Íslandi mjög mikið en það eina sem er að stoppa mig frá því að koma aftur heim er þrjóskan. Við sjáum til hvað hún er sterk og ég vona að ég nái geti tekið þátt í umræðum fyrir jól.
![]() |
Elska ykkur öll <3 |
Þú ert sönn hetja Valdís Marsa okkar, þú tæklar þetta allt saman, verður farin að tala frönskuna almennilega eftir um 6 vikur ;)
ReplyDeleteKnús á þig og mundu "lífið verðlaunar þá sem gefast ekki upp" knús frá okkur xxx